Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2021 14:03 Þungvopnuð lögregla handtekur blóðugan mótmælanda. Aung Kyaw Htet/SOPA Images/LightRocket via Getty Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að lögregla hefði skotið mótmælendur til bana í borgunum Yangon, Dawei og Mandalay. Mótmælendahópar hafa verið beittir táragasi, gúmmíkúlum og alvöru byssukúlum. Öryggissveitir á vegum hersins hafa um helgina tekið upp enn meiri hörku gegn mótmælendum, sem hafa látið í sér heyra síðan herinn tók völdin í landinu í byrjun febrúar og nokkrir af helstu leiðtogum landsins, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín, voru hnepptir í varðhald. Mótmælin hafa að mestu leyti verið friðsamleg. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna mótmælendur reyna að forða sér undan öryggissveitum og lögreglu sem fylgja þeim fast á eftir. Þá sjást sveitirnar reisa vegatálma og leiða einhverja mótmælendur blóðuga í burtu. Horrible images coming out of #Myanmar 🇲🇲 where protesters are experiencing the bloodiest day so far. More than a dozen protesters have been killed by live fire by #Tatmadaw forces pic.twitter.com/rnqhKEqcBJ— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 28, 2021 Tala látinna mótmælenda er á einhverju reiki, en einhverjir mjanmarskir aðgerðasinnar hafa á samfélagsmiðlum sagt frá því að allt að tuttugu mótmælendur hafi beðið bana í átökum við lögreglu. Í samtali við AFP-fréttastofuna sagði einn mótmælandi að lögregla hefði byrjað að skjóta mótmælendur við fyrstu sýn. „Lögreglan hóf skothríð um leið og við mættum. Við fengum enga viðvörun. Sumir [mótmælendur] særðust og sumir eru enn að fela sig í húsum nágranna sinna,“ sagði mótmælandinn Amy Kyaw. Mjanmar Tengdar fréttir Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að lögregla hefði skotið mótmælendur til bana í borgunum Yangon, Dawei og Mandalay. Mótmælendahópar hafa verið beittir táragasi, gúmmíkúlum og alvöru byssukúlum. Öryggissveitir á vegum hersins hafa um helgina tekið upp enn meiri hörku gegn mótmælendum, sem hafa látið í sér heyra síðan herinn tók völdin í landinu í byrjun febrúar og nokkrir af helstu leiðtogum landsins, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín, voru hnepptir í varðhald. Mótmælin hafa að mestu leyti verið friðsamleg. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna mótmælendur reyna að forða sér undan öryggissveitum og lögreglu sem fylgja þeim fast á eftir. Þá sjást sveitirnar reisa vegatálma og leiða einhverja mótmælendur blóðuga í burtu. Horrible images coming out of #Myanmar 🇲🇲 where protesters are experiencing the bloodiest day so far. More than a dozen protesters have been killed by live fire by #Tatmadaw forces pic.twitter.com/rnqhKEqcBJ— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 28, 2021 Tala látinna mótmælenda er á einhverju reiki, en einhverjir mjanmarskir aðgerðasinnar hafa á samfélagsmiðlum sagt frá því að allt að tuttugu mótmælendur hafi beðið bana í átökum við lögreglu. Í samtali við AFP-fréttastofuna sagði einn mótmælandi að lögregla hefði byrjað að skjóta mótmælendur við fyrstu sýn. „Lögreglan hóf skothríð um leið og við mættum. Við fengum enga viðvörun. Sumir [mótmælendur] særðust og sumir eru enn að fela sig í húsum nágranna sinna,“ sagði mótmælandinn Amy Kyaw.
Mjanmar Tengdar fréttir Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25
Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54