Jóna Þórey kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 20:35 Jóna Þórey Pétursdóttir, nýkjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Aðsend/Ari Páll Karlsson Jóna Þórey Pétursdóttir var í gær kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga en hún var tilnefnd fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna. Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna. Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna.
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira