Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2021 21:08 Vera Roth, verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu, við bæinn að Hnausum í Meðallandi. Einar Árnason Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira