Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 09:00 Donald Trump, fyrrverandi forseti, á sviði í Flórída í gærkvöldi. AP/John Raoux Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. Þá lýsti Trump því yfir að hann ætlaði sér ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Þetta sagði Trump í ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna sem fram fór í Flórída um helgina. Ráðstefnan kallast Conservative Political Action Conference, eða CPAC. Ráðstefnan hefur iðulega verið haldin nærri Washington DC en var færð til Flórída þetta árið svo hægt væri að komast hjá samkomutakmörkunum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. CPAC var ætlað að sýna tök Trumps á Repúblikanaflokknum. Gullstytta af forsetanum stóð nærri sviði ráðstefnunnar og gagnrýnendum hans í flokknum hafði verið meinað að taka þátt. Í ræðu sinni fór Trump um víðan völl og fór meðal annars frjálslega um sannleikann. Forsetinn fyrrverandi notaði um 90 mínútna langa ræðu sína til að skjóta á marga af óvinum sínum. "We are not starting new parties ... we have the Republican Party" -- Trump pic.twitter.com/PkumgJ6xqF— Aaron Rupar (@atrupar) February 28, 2021 Hann gagnrýndi embættismenn, dómara og flokksmeðlimi sína. Sagði að hundruð milljóna manna hefðu dáið vegna Covid-19 ef hann hefði ekki verið forseti og sýndi af sér transfóbíu, svo eitthvað sé nefnt. Meðal andstæðinga Trump voru Repúblikanar sem hafa farið gegn honum og pólitískir andstæðingar í Demókrataflokknum og víðar. Hann gagnrýndi sömuleiðis samfélagsmiðlafyrirtæki og sakaði þau um að þagga í röddum íhaldsmanna. Þá hunsaði Trump gamla hefð fyrir því að fyrrverandi forsetar forðist að gagnrýna nýja, til hliðar, og fór hann hörðum orðum um Joe Biden, núverandi forseta. Trump sagði fyrsta mánuð Bidens í starfi hafa verið versta mánuð nokkurs forseta Bandaríkjanna. Hann gagnrýndi Biden fyrir allt frá viðbrögðum hans við faraldri nýju kórónuveirunnar og áherslur hans í menntamálum og ítrekaði gamlar lygar sínar um að hann hefði í raun unnið kosningarnar í fyrra. Meðal annars skammaðist Trump yfir Hæstarétti Bandaríkjanna og sagði að dómarar þar ættu að skammast sín fyrir það sem þau hefðu gert Bandaríkjunum. Þau hefði skort kjark til að standa við bakið á honum. "This election was rigged," Trump lies, prompting CPAC attendees to chant, 'you won! you won!"Trump then attacks the Supreme Court for not overthrowing the election result for him"The didn't have the guts or the courage to make the right decision," Trump says pic.twitter.com/HYo4IiaWFI— Aaron Rupar (@atrupar) February 28, 2021 Þá sagði hann að það þyrfti að grípa til aðgerða vegna þessa umfangsmikla kosningasvindls sem hann hefur lengi ranglega haldið fram að hafi kostað sig sigur. Þrátt fyrir að kröfum Trump-liða hafi verið hafnað af tugum dómara, embættismönnum margra ríkja og jafnvel hans eigin ríkisstjórn, staðhæfði Trump að herðar þyrfti reglur og lög varðandi kosningar vegna þessa tilbúnu ásakana. Það er í takt við það sem Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna eru að gera víða. Trump taldi upp þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í ákærunni gegn honum fyrir meint embættisbrot varðandi það að hvetja til árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Það voru tíu þingmenn í fulltrúadeildinni og sjö í öldungadeildinni. Trump puts Mitt Romney, "Little Ben Sasse," Richard Burr, Bill Cassidy, Susan Collins, Lisa Murkowski, Pat Tomney, and all the House Republicans who voted for his impeachment on blast by name -- concluding with Liz Cheney pic.twitter.com/Me5JvoIslq— Aaron Rupar (@atrupar) February 28, 2021 Þá beindi Trump sjónum sínum sérstaklega að Lis Cheney, þriðja æðsta Repúblikananum, sem hefur sagt að Trump ætti ekki að koma að framtíð Repúblikanaflokksins með nokkrum hætti. Forsetinn fyrrverandi ítrekaði að þessum þingmönnum ætti að vera vísað úr flokknum. Samkvæmt frétt Politico var gerð könnun á CPAC, fyrir ræðu Trumps, þar sem 95 prósent gesta sögðu Repbúlikanaflokkin eiga að halda áfram eftir þeirri stefnu sem Trump hefði lagt. 68 prósent gesta sögðu Trump eiga að bjóða sig aftur fram 2024. Trök Trumps á Repúblikanaflokknum eru augljóslega mikil enn, þó hann sé ekki lengur í Hvíta húsinu. Það gaf Trump í skyn að hann væri tilbúinn til að gera, þó hann verði 78 ára gamall í kosningunum 2024, og sagði hann: Mér gæti jafnvel dottið í hug að vinna þá í þriðja skiptið“. Einu kosningarnar sem Trump hefur unnið var árið 2016 og gerði hann það með minnihluta atkvæða. Þá tapaði Repúblikanaflokkurinn meirihluta sínum í öldungadeildinni á kjörtímabili hans. „Með ykkar hjálp, munum við taka aftur fulltrúadeildina. Við munum vinna öldungadeildina og Repúblikani mun snúa aftur í Hvíta húsið. Hver ætli það verði?“ spurði Trump. Hann kallaði eftir því að stuðningsmenn sínir styrktu baráttu hans fjárhagslega og veittu fé í pólitíska sjóði hans. Sjóði sem hann ætlar að einhverju leiti að nota til að halda tökum sínum á Repúblikanaflokknum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Þá lýsti Trump því yfir að hann ætlaði sér ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Þetta sagði Trump í ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna sem fram fór í Flórída um helgina. Ráðstefnan kallast Conservative Political Action Conference, eða CPAC. Ráðstefnan hefur iðulega verið haldin nærri Washington DC en var færð til Flórída þetta árið svo hægt væri að komast hjá samkomutakmörkunum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. CPAC var ætlað að sýna tök Trumps á Repúblikanaflokknum. Gullstytta af forsetanum stóð nærri sviði ráðstefnunnar og gagnrýnendum hans í flokknum hafði verið meinað að taka þátt. Í ræðu sinni fór Trump um víðan völl og fór meðal annars frjálslega um sannleikann. Forsetinn fyrrverandi notaði um 90 mínútna langa ræðu sína til að skjóta á marga af óvinum sínum. "We are not starting new parties ... we have the Republican Party" -- Trump pic.twitter.com/PkumgJ6xqF— Aaron Rupar (@atrupar) February 28, 2021 Hann gagnrýndi embættismenn, dómara og flokksmeðlimi sína. Sagði að hundruð milljóna manna hefðu dáið vegna Covid-19 ef hann hefði ekki verið forseti og sýndi af sér transfóbíu, svo eitthvað sé nefnt. Meðal andstæðinga Trump voru Repúblikanar sem hafa farið gegn honum og pólitískir andstæðingar í Demókrataflokknum og víðar. Hann gagnrýndi sömuleiðis samfélagsmiðlafyrirtæki og sakaði þau um að þagga í röddum íhaldsmanna. Þá hunsaði Trump gamla hefð fyrir því að fyrrverandi forsetar forðist að gagnrýna nýja, til hliðar, og fór hann hörðum orðum um Joe Biden, núverandi forseta. Trump sagði fyrsta mánuð Bidens í starfi hafa verið versta mánuð nokkurs forseta Bandaríkjanna. Hann gagnrýndi Biden fyrir allt frá viðbrögðum hans við faraldri nýju kórónuveirunnar og áherslur hans í menntamálum og ítrekaði gamlar lygar sínar um að hann hefði í raun unnið kosningarnar í fyrra. Meðal annars skammaðist Trump yfir Hæstarétti Bandaríkjanna og sagði að dómarar þar ættu að skammast sín fyrir það sem þau hefðu gert Bandaríkjunum. Þau hefði skort kjark til að standa við bakið á honum. "This election was rigged," Trump lies, prompting CPAC attendees to chant, 'you won! you won!"Trump then attacks the Supreme Court for not overthrowing the election result for him"The didn't have the guts or the courage to make the right decision," Trump says pic.twitter.com/HYo4IiaWFI— Aaron Rupar (@atrupar) February 28, 2021 Þá sagði hann að það þyrfti að grípa til aðgerða vegna þessa umfangsmikla kosningasvindls sem hann hefur lengi ranglega haldið fram að hafi kostað sig sigur. Þrátt fyrir að kröfum Trump-liða hafi verið hafnað af tugum dómara, embættismönnum margra ríkja og jafnvel hans eigin ríkisstjórn, staðhæfði Trump að herðar þyrfti reglur og lög varðandi kosningar vegna þessa tilbúnu ásakana. Það er í takt við það sem Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna eru að gera víða. Trump taldi upp þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í ákærunni gegn honum fyrir meint embættisbrot varðandi það að hvetja til árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Það voru tíu þingmenn í fulltrúadeildinni og sjö í öldungadeildinni. Trump puts Mitt Romney, "Little Ben Sasse," Richard Burr, Bill Cassidy, Susan Collins, Lisa Murkowski, Pat Tomney, and all the House Republicans who voted for his impeachment on blast by name -- concluding with Liz Cheney pic.twitter.com/Me5JvoIslq— Aaron Rupar (@atrupar) February 28, 2021 Þá beindi Trump sjónum sínum sérstaklega að Lis Cheney, þriðja æðsta Repúblikananum, sem hefur sagt að Trump ætti ekki að koma að framtíð Repúblikanaflokksins með nokkrum hætti. Forsetinn fyrrverandi ítrekaði að þessum þingmönnum ætti að vera vísað úr flokknum. Samkvæmt frétt Politico var gerð könnun á CPAC, fyrir ræðu Trumps, þar sem 95 prósent gesta sögðu Repbúlikanaflokkin eiga að halda áfram eftir þeirri stefnu sem Trump hefði lagt. 68 prósent gesta sögðu Trump eiga að bjóða sig aftur fram 2024. Trök Trumps á Repúblikanaflokknum eru augljóslega mikil enn, þó hann sé ekki lengur í Hvíta húsinu. Það gaf Trump í skyn að hann væri tilbúinn til að gera, þó hann verði 78 ára gamall í kosningunum 2024, og sagði hann: Mér gæti jafnvel dottið í hug að vinna þá í þriðja skiptið“. Einu kosningarnar sem Trump hefur unnið var árið 2016 og gerði hann það með minnihluta atkvæða. Þá tapaði Repúblikanaflokkurinn meirihluta sínum í öldungadeildinni á kjörtímabili hans. „Með ykkar hjálp, munum við taka aftur fulltrúadeildina. Við munum vinna öldungadeildina og Repúblikani mun snúa aftur í Hvíta húsið. Hver ætli það verði?“ spurði Trump. Hann kallaði eftir því að stuðningsmenn sínir styrktu baráttu hans fjárhagslega og veittu fé í pólitíska sjóði hans. Sjóði sem hann ætlar að einhverju leiti að nota til að halda tökum sínum á Repúblikanaflokknum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35
Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent