Konur á landsbyggðunum Ásrún Ýr Gestsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifa 1. mars 2021 09:31 Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun