Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 10:28 Gylfi Þór Þórsteinsson í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi. Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira