Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2021 11:09 Þessi mynd var tekin af sprungunni í norðanverðri Brunt-íshellunni úr flugvél í janúar. BAS/AP Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta. Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Breska Suðurskautslandskönnunin (BAS) sem rekur Halley-athuganastöðina á Brunt-íshellunni sem liggur yfir Weddel-hafi við Austur-Suðurskautslandið segir að sprungan í um það bil 150 metra þykkri hellunni hafi víkkað um fleiri hundruð metra á örfáum klukkustundum á föstudagsmorgun, 26. febrúar. Jakinn hafi á endanum brotnað alveg frá íshellunni. Ísjakinn er talinn um 1.270 ferkílómetrar að flatarmáli, nokkuð stærri en höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. AP-fréttastofan segir að sprungan í Brent-íshellunni hafi lengst um allt að kílómetra á dag í janúar. Talað er um að jökull kelfi þegar hann brotnar út í sjó eða lón. Skýringarmynd af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu. Norðvesturhluti hellunnar brotnaði af 26. febrúar 2021.BAS Fyrstu vísbendingarnar um að meiriháttar kelfing væri í uppsiglingu í Brunt-íshellunni komu fram í nóvember. Þá myndaðist ný sprunga í norðanverðri íshellunni sem stefndi að annarri stærri sprungu sem var fyrir við Stancomb-Wills-jökulinn. BAS segir að nýi borgarísjakinn sé ekki talinn ógna Halley-athuganastöðinni. Tólf starfsmenn hennar hafi yfirgefið stöðina um miðjan febrúar en henni hefur nú verið lokað fyrir suðurhvelsveturinn. Sjá einnig: Kortleggja sprungur sem ógna rannsóknastöð á Suðurskautslandinu Hilmar Guðmundsson, jöklafræðingur við Northumbria-háskóla á Bretlandi, sagði Vísi að ísjaki sem brotnaði af Brunt kæmi til með að reka hægt í vesturátt en að hann gæti verið á svæðinu í fleiri ár í apríl árið 2019. „Á endanum kemur hann til með að brotna upp og bráðna en það gæti tekið töluverðan tíma,“ sagði Hilmar sem hefur unnið reiknilíkön um sprungumyndun og kelfingu úr Brunt-íshellunni. Skammt er síðan annar tröllaukinn ísjaki sem brotnaði frá Larsen C-íshellunni árið 2017 stefndi að landi á Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlantshafinu. Sá jaki var margfalt stærri en sá sem brotnaði af Brunt-hellunni nú, um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Betur fór þó en á horfðist því ísjakann rak fram hjá eyjunni og brotnaði hann upp í smærri hluta.
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. 5. desember 2020 15:00