Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 15:09 Fanganýlendan IK-2 er nærri bænum Pokrov, sem er um 85 kílómetra austur af Moskvu. Getty/Mikhail Metzel Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira