Erlent

Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Banda­ríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Los Angeles. Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, óttast að ný bylgja faraldursins sé í uppsiglingu þrátt fyrir mikinn kraft í bólusetningum.
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Los Angeles. Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, óttast að ný bylgja faraldursins sé í uppsiglingu þrátt fyrir mikinn kraft í bólusetningum. Getty/Al Seib

Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum.

Þetta segir Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, en hún segist áhyggjufull yfir nýjustu tölum um þróun sjúkdómsins.

Þrátt fyrir mikinn kraft í bólusetningum þar í landi þá voru um 70 þúsund ný smit að greinast á degi hverjum í síðustu viku og um tvö þúsund manns dóu á degi hverjum á sama tímabili.

Walensky segir um mjög háar tölur að ræða í sögulegu samhengi og óttast hún að árangurinn sem hafi náðst í baráttunni síðustu mánuði sé nú unninn fyrir gýg.

Hún segir að nýju afbrigðin, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu, skapi raunverulega hættu á annarri bylgju.

Því mælir hún eindregið gegn því að einstök ríki fari nú að slaka á í sóttvörnum sem stofnunin hefur mælt með, en brögð hafa verið að því að sum ríki ætli sér að slaka á reglum og takmörkunum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×