Leyfist mér að fá hausverk um helgar? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2021 12:01 Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lyf Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun