Stjörnuprýddur æfingahópur Katrínar Tönju lítur vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 08:30 Ben Bergeron sést hér með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Samuel Kwant eftir heimsleikana í fyrra þar sem þau unnu bæði silfur. Með þeim eru líka aðstoðarfólk. Bergeron hefur nú sett saman nýjan elítuhóp með þeim Katrínu og Samuel. Instagram/@benbergeron Það styttist óðum í að „The Open“ byrji og um leið nýtt keppnistímabil hjá CrossFit. Íslenska silfurkonan frá heimsleikunum í fyrra er nú hluti af stjörnuprýddum æfingahópi hjá CrossFit New England. Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira