Stjörnuprýddur æfingahópur Katrínar Tönju lítur vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 08:30 Ben Bergeron sést hér með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Samuel Kwant eftir heimsleikana í fyrra þar sem þau unnu bæði silfur. Með þeim eru líka aðstoðarfólk. Bergeron hefur nú sett saman nýjan elítuhóp með þeim Katrínu og Samuel. Instagram/@benbergeron Það styttist óðum í að „The Open“ byrji og um leið nýtt keppnistímabil hjá CrossFit. Íslenska silfurkonan frá heimsleikunum í fyrra er nú hluti af stjörnuprýddum æfingahópi hjá CrossFit New England. Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Sjá meira
Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron)
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Sjá meira