Innlent

Rekstur hjúkrunar­heimila Fjarða­byggðar til HSA

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Fáskrúðsfirði á Austfjörðum. Myndin er úr safni.
Frá Fáskrúðsfirði á Austfjörðum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

„Sveitarfélagið Fjarðabyggð sagði upp rekstrarsamningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna tveggja þann 22. september síðastliðinn og lýkur samningstímanum um næstu mánaðamót. Sjúkratryggingar Íslands auglýstu eftir aðilum sem áhuga hefðu á að taka við rekstri heimilanna en engin viðbrögð bárust við þeirri auglýsingu.

Hjá HSA er þegar fyrir hendi þekking og reynsla á rekstri hjúkrunarheimila. Stofnunin rekur hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum, hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði og hjúkrunarheimili Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupsstað,“ segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×