Bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa báðir viðrað þá hugmynd að enda feril sinn í MLS-deildinni.
Beckham staðfesti á fundi með stuðningsmönnum að ef leikmenn á borð við þá séu tilbúnir að koma til Bandaríkjanna, þá standi Beckham með opin faðmin.
„Það er enginn vafi á því,“ spurður um hvort að hann væri tilbúinn að fá Messi eða Ronaldo til félagins.
David Beckham 'in talks' with Cristiano Ronaldo to finish career at #InterMiami | #MLS #SerieA https://t.co/qsNo4wjKnE
— Republic (@republic) March 3, 2021
„Þetta eru týpurnar af leikmönnum sem við viljum gjarnan fá til félagsins. Ég held að stuðningsmennirnir myndu meta það mikils.“
„Sem eigandi vill ég fá leikmenn sem eru áhugasamir og vilja vinna. Það er það mikilvægasta. Leikmenn eins og Blaise Matuidi og Gonzalo Higuain eru leikmenn sem hjálpa félaginu að standa fyrir það sem það gerir.“
„Sir Alex Ferguson var frábær í þessu. Hann náði ekki alltaf í bestu leikmenn í heimi. Hann sótti þá leikmenn sem pössuðu fyrir félagið og ég held að það sé eitt af því sem ég kem með inn í þetta félag; að ná í réttu leikmennina,“ sagði Beckham.
Samningur Messi við Barcelona rennur út í sumar en samningur Ronaldo við Juventus rennur út sumarið 2022.