„Þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta“ Atli Arason skrifar 3. mars 2021 23:10 Jón Halldór er oftast líflegur á hliðarlínunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ansi heitt í hamsi í viðtali eftir tapið gegn Haukum í framlengdum leik Dominos deildinni í kvöld. Jón var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í kvöld og lét KKÍ heyra það. „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
„Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira