Stöðvum aðför að heilsu kvenna Erna Bjarnadóttir, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir og Una María Óskarsdóttir skrifa 4. mars 2021 10:00 Fésbókarhópurinn „Aðför að heilsu kvenna“, sem öllum er opinn, hefur vaxið upphafskonunum, Ernu og Margréti Hildi, yfir höfuð. Þann 21. febrúar sl. settu þær af stað undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Þegar þetta er skrifað hafa rösklega 4.500 einstaklingar skrifað undir eftirfarandi áskorun og enn er tekið við undirskriftum. Í fyrstu tilkynningu fésbókarhópsins segir: Stöðvum aðför að heilsu kvenna. Greining leghálssýna hefur verið flutt úr landi, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Við förum fram á að þessu verði breytt og að öryggi og heilsa kvenna verði tryggð. Greiningu sýnanna er best borgið hér á landi bæði vegna þeirrar þekkingar sem hér er til staðar og nálægðar við þjónustuna sjálfa. Einnig er búið er að breyta boðunum í leghálsskimanir á þann veg að konur verða boðaðar á fimm ára fresti samanborið við þrjú ár áður. Þessu þarf að breyta til fyrra horfs. Stjórnvöldum ber að tryggja öryggi og heilsu kvenna sem annarra með ábyrgum hætti. Læknaráð Íslands, Félag rannsóknarlækna, lífeindafræðingar og kvensjúkdómalæknar hafa sett sig upp á móti þessari nýju ráðstöfun, þ.e. að greining sýna fari fram í útlöndum. Næstum daglega birtast greinar sem benda allar í sömu átt. Mikið óhagræði og flækja getur skapast með því að senda leghálssýnin úr landi. Færa þurfi sýnin á danskar kennitölur og svo aftur á íslenskar. Talað er um slys í stjórnsýslunni og kallað á viðhlítandi skýringar. Í ályktun Samtaka yfirlækna á Landspítalanum segir m.a.: „Sú ákvörðun var tekin þvert á nýleg álit skimunarráðs, embættis landlæknis, meirihluta fagráðs um leghálsskimanir og verkefnastjórnar um framkvæmd breytinga á krabbameinsskimunum.“, sjá hér. Þá hefur læknaráð LSH benti á í ályktun að það fyrirkomulag að senda leghálssýni úr landi til greiningar sé aðför að heilsu kvenna, sjá hér. Stjórn Læknafélags Íslands hefur tekið í sama streng, sjá hér. Með þessu nýja fyrirkomulagi er einnig fórnað þeirri þekkingu sem til er hér á landi við greiningu sýna sem þessara og er það mjög miður. Yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala hefur einnig stigið fram og staðfest að hægt sé að sinna HPV greiningu leghálssýna hér á landi m.a. með nýju og afkastamiklu tæki, en deildin hefur sinnt HPV greiningum fyrir Krabbameinsfélagið síðustu 2 ár eða a.m.k. til októberloka 2020. Við hreinlega skiljum ekki hvað er að gerast hér? Við höfum persónulega reynslu af þessu klúðri og ófremdarástandi, og höfum undanfarið heyrt dapurlegar reynslusögur fjölda kvenna af baráttu þeirra við kerfið. Við lýsum því furðu okkar og hneykslan á því sem hér er á ferðinni. Fyrst tók við margra mánaða bið og síðan voru sýnin send úr landi með öllu því óhagræði sem því fylgir. Hvers vegna er ekki haft samband við hverja og eina konu í stað þess að láta þær frétta það í fjölmiðlum hvernig komið var? Að frétta það í fjölmiðlum að sýni sem tekin voru þá um haustið væru á vergangi í pappakössum úti í bæ er óboðlegt. Lengi vel var óljóst hvað yrði með skoðun á sýnunum og var sú staða fjölda kvenna ofviða og fylltust margar kvíða og vanmætti um stöðu sína og líf. Það er óréttlátt og ólíðandi að leggja slíkt á herðar kvenna sem sumar hverjar eiga fyrri sögu um krabbamein og ættu því að njóta sérstakrar natni og umhyggju heilbrigðisyfirvalda. Öll framkvæmd stjórnsýslu heilbrigðismála í þessu máli er óskiljanleg. Í 76. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilega atvika.“ Í lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu er tiltekið að markmið laganna sé að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Í 3. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga, sem ber yfirskriftina „gæði heilbrigðisþjónustu“, segir að sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það er skoðun greinarhöfunda að framganga stjórnvalda brjóti gegn rétti kvenna til heilbrigðisþjónustu, sérstaklega að teknu tilliti til þess að Læknafélag Íslands, embætti landlæknis og læknaráð LSH o.fl. hafa fullyrt að þessa þjónustu sé hægt og eigi að veita hér á landi. Það er skoðun okkar að heilsugæslan eigi að segja upp samningnum við dönsku rannsóknarstofuna, en uppsagnarfresturinn er þrír mánuðir og reyna með þeim hætti að byggja upp tiltrú og traust íslenskra kvenna til þjónustuveitenda sinna. Við viljum stuðla að bættri heilsu kvenna sem annarra og hvetjum alla til að skrifa undir fyrrnefnda áskorun með því að fara inn á undirskriftasöfnunina og rita nafn sitt við, sjá hér, og styðja þar með málefnið. Tengil á undirskriftalistann er einnig að finna í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna“ , sem og á ensku og pólsku. Erna Bjarnadóttir, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir, Una María Óskarsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Erna Bjarnadóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fésbókarhópurinn „Aðför að heilsu kvenna“, sem öllum er opinn, hefur vaxið upphafskonunum, Ernu og Margréti Hildi, yfir höfuð. Þann 21. febrúar sl. settu þær af stað undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Þegar þetta er skrifað hafa rösklega 4.500 einstaklingar skrifað undir eftirfarandi áskorun og enn er tekið við undirskriftum. Í fyrstu tilkynningu fésbókarhópsins segir: Stöðvum aðför að heilsu kvenna. Greining leghálssýna hefur verið flutt úr landi, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Við förum fram á að þessu verði breytt og að öryggi og heilsa kvenna verði tryggð. Greiningu sýnanna er best borgið hér á landi bæði vegna þeirrar þekkingar sem hér er til staðar og nálægðar við þjónustuna sjálfa. Einnig er búið er að breyta boðunum í leghálsskimanir á þann veg að konur verða boðaðar á fimm ára fresti samanborið við þrjú ár áður. Þessu þarf að breyta til fyrra horfs. Stjórnvöldum ber að tryggja öryggi og heilsu kvenna sem annarra með ábyrgum hætti. Læknaráð Íslands, Félag rannsóknarlækna, lífeindafræðingar og kvensjúkdómalæknar hafa sett sig upp á móti þessari nýju ráðstöfun, þ.e. að greining sýna fari fram í útlöndum. Næstum daglega birtast greinar sem benda allar í sömu átt. Mikið óhagræði og flækja getur skapast með því að senda leghálssýnin úr landi. Færa þurfi sýnin á danskar kennitölur og svo aftur á íslenskar. Talað er um slys í stjórnsýslunni og kallað á viðhlítandi skýringar. Í ályktun Samtaka yfirlækna á Landspítalanum segir m.a.: „Sú ákvörðun var tekin þvert á nýleg álit skimunarráðs, embættis landlæknis, meirihluta fagráðs um leghálsskimanir og verkefnastjórnar um framkvæmd breytinga á krabbameinsskimunum.“, sjá hér. Þá hefur læknaráð LSH benti á í ályktun að það fyrirkomulag að senda leghálssýni úr landi til greiningar sé aðför að heilsu kvenna, sjá hér. Stjórn Læknafélags Íslands hefur tekið í sama streng, sjá hér. Með þessu nýja fyrirkomulagi er einnig fórnað þeirri þekkingu sem til er hér á landi við greiningu sýna sem þessara og er það mjög miður. Yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala hefur einnig stigið fram og staðfest að hægt sé að sinna HPV greiningu leghálssýna hér á landi m.a. með nýju og afkastamiklu tæki, en deildin hefur sinnt HPV greiningum fyrir Krabbameinsfélagið síðustu 2 ár eða a.m.k. til októberloka 2020. Við hreinlega skiljum ekki hvað er að gerast hér? Við höfum persónulega reynslu af þessu klúðri og ófremdarástandi, og höfum undanfarið heyrt dapurlegar reynslusögur fjölda kvenna af baráttu þeirra við kerfið. Við lýsum því furðu okkar og hneykslan á því sem hér er á ferðinni. Fyrst tók við margra mánaða bið og síðan voru sýnin send úr landi með öllu því óhagræði sem því fylgir. Hvers vegna er ekki haft samband við hverja og eina konu í stað þess að láta þær frétta það í fjölmiðlum hvernig komið var? Að frétta það í fjölmiðlum að sýni sem tekin voru þá um haustið væru á vergangi í pappakössum úti í bæ er óboðlegt. Lengi vel var óljóst hvað yrði með skoðun á sýnunum og var sú staða fjölda kvenna ofviða og fylltust margar kvíða og vanmætti um stöðu sína og líf. Það er óréttlátt og ólíðandi að leggja slíkt á herðar kvenna sem sumar hverjar eiga fyrri sögu um krabbamein og ættu því að njóta sérstakrar natni og umhyggju heilbrigðisyfirvalda. Öll framkvæmd stjórnsýslu heilbrigðismála í þessu máli er óskiljanleg. Í 76. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilega atvika.“ Í lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu er tiltekið að markmið laganna sé að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Í 3. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga, sem ber yfirskriftina „gæði heilbrigðisþjónustu“, segir að sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það er skoðun greinarhöfunda að framganga stjórnvalda brjóti gegn rétti kvenna til heilbrigðisþjónustu, sérstaklega að teknu tilliti til þess að Læknafélag Íslands, embætti landlæknis og læknaráð LSH o.fl. hafa fullyrt að þessa þjónustu sé hægt og eigi að veita hér á landi. Það er skoðun okkar að heilsugæslan eigi að segja upp samningnum við dönsku rannsóknarstofuna, en uppsagnarfresturinn er þrír mánuðir og reyna með þeim hætti að byggja upp tiltrú og traust íslenskra kvenna til þjónustuveitenda sinna. Við viljum stuðla að bættri heilsu kvenna sem annarra og hvetjum alla til að skrifa undir fyrrnefnda áskorun með því að fara inn á undirskriftasöfnunina og rita nafn sitt við, sjá hér, og styðja þar með málefnið. Tengil á undirskriftalistann er einnig að finna í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna“ , sem og á ensku og pólsku. Erna Bjarnadóttir, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir, Una María Óskarsdóttir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun