Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 10:08 Mótmælendur hafa fjölmennt á götum borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum. Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021 Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11
Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58
Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39
Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03
Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28