„Þá byrjaði ofbeldi og ég þurfti bara að snúa mér á hina hliðina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 10:31 Ásmundur Einar átti erfiða æsku og opnar sig um hana í viðtali við Sölva Tryggvason. Barnamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason opnaði sig á dögunum um áföll sem hann varð fyrir í æsku, sem höfðu legið eins og steinn í maganum á honum í gegnum allt lífið. Hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í þættinum opnar hann sig um eigin æsku, en talar líka um fangelsin í landinu. „Fangelsin eru á einhvern hátt það þyngsta í félagslega kerfinu. Og þó að það séu einstaklingar þar inni sem eru á einhvern hátt siðblindir, þá er stærsti hlutinn af föngum einfaldlega strákar og stelpur sem er búið að brjóta þannig niður að það er eiginlega ótrúlegt að þau séu enn á lífi. Maður hugsar bara hvernig það hafi mátt gerast að enginn hafi aðstoðað þessa einstaklinga fyrr á lífsleiðinni. Ég hef sest niður með föngum af því að ég vil skilja aðstæður þeirra og ég hef meira að segja farið í svett hjá Tolla Morthens með föngum og þar hef ég fundið það svo skýrt að það er enginn munur á mér og þeim. Þegar ég spjallaði við einn þeirra um hans sögu og mína fann ég mjög sterkt að það væri algjörlega tilviljunum háð að ég væri þar sem ég væri og hann væri þar sem hann væri. Þetta hefði alveg getað verið öfugt. Í fangelsunum er oft að sjá ljótasta endann á því þegar samfélagið hefur svikið börnin sín,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einar þekkir það af eigin raun að eiga flókna og erfiða barnæsku. „Foreldrar mínir skilja þegar ég er fimm ára gamall og mamma flutti í bæinn og ég með henni. Það var mikil áfengisnotkun á heimilinu og svo hefur mamma átt við mikil andleg veikindi að stríða líka. Það voru tíð makaskipti hjá henni og margir af þessum mönnum voru miklir ógæfumenn og það var algengt að það væri ofbeldi inni á heimilinu. Þegar við bjuggum til að mynda í Noregi byrjuðum við á að búa í hjólhýsi og mamma kynntist manni sem var mikill áfengissjúklingur og beitti hana miklu ofbeldi. Það var ekkert óeðlilegt að hún færi út á föstudegi og kæmi á laugardagskvöldi til baka, eða að hún kæmi heim um miðja nótt og þá byrjaði ofbeldi og ég þurfti bara að snúa mér á hina hliðina. Þetta hvílir í raun á manni alla ævi,“ segir Ásmundur og heldur áfram. Öll tilfinningaleg samskipt brengluð „Á einhverjum punkti fann ég rosalega mikla reiði í garð bæði mömmu og pabba, sem endaði með því að ég var farinn að springa. Og þó að ég sé búinn að fyrirgefa þetta er þetta eitthvað sem kemur og fer og mér líður oft eins og ég sé að spila slönguspilið alla daga. Öll tilfinningaleg samskipti verða mjög brengluð hjá manni sjálfum eftir svona æsku og ég er enn að vinna í því,” segir Ásmundur Einar sem flutti mikið í æsku og var til að mynda í sjö grunnskólum. „Þegar ég var kominn í áttunda bekk og það átti að fara að flytja einu sinni enn hugsaði ég með mér að ég gæti ekki meira af þessum flutningum. Ég tek það skýrt fram að ég elska móður mína og þykir mjög vænt um hana og átta mig á því hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hana í gegnum árin. Hún missti báða foreldra sína fyrir tvítugt og mamma hennar brann inni þegar hún var með stóru systur sína nýfædda. Hún hefur þurft að bera hluti á sálinni allt lífið sem eru gífurlega erfiðir. En þegar ég opnaði fyrst á mína sögu opinberlega bar ég það undir bæði pabba og mömmu og systkini mín og það var ferðalag að fara í gegnum það. Sumt af þessum höfðum við mamma aldrei rætt okkar á milli. Fyrir nokkrum árum hefði ég aldrei setið hérna og talað við þig um þetta á þennan hátt. En þegar ég tók skrefið og ákvað að ég væri að berjast fyrir börn á Íslandi fann ég að það breytti mér og það er á vissan hátt mín þerapía. Mér líður vel að elta þetta, þó að ég viti ekki alveg hvert það tekur mig eða af hverju það er þannig, en ég finn bara að það er rétt. En ég á enn mína vondu daga þó að ég sé ráðherra og það sé mikið að gera. Ég á mína daga þar sem ég fæ bara stein í magann og ligg uppi í rúmi og leggst á hina hliðina og hugsa: „Ég get þetta ekki lengur”, en þá þarf maður að hugsa betur um sjálfan sig og vinna í sjálfum sér, af því að þetta gerist ekki að sjálfu sér.” Hann talar í þættinum um mikilvægi þess að gefa börnum rödd og eitt af því sem ætti að gera væri að lækka kosningaaldur. Barnaleg einlægni vantar í samfélagið „Mín skoðun er sú að við eigum að lækka aldur þegar kemur að atkvæðisrétti fólks. Við eigum að auka raddir barna og unglinga í samfélaginu. Þau eru mjög oft með ótrúlega skynsama sýn á hlutina ef við bara leyfum okkur að hlusta. Og ég er alveg sannfærður um að ef við leyfum þeirra röddum að fá meira vægi mun það breyta því hvernig við fullorðna fólkið hugsum hlutina. Þessi einlægni sem börnin eru með er oft nákvæmlega það sem skortir í samfélaginu. Ég veit ekki alveg hversu mikið við eigum að lækka kosningaaldurinn, en ég held að það sé mjög skynsamlegt að lækka hann eitthvað.“ Ásmundur Einar segir að tvennt hafi verið skrýtið fyrst um sinn eftir að hann varð ráðherra. „Það sem mér fannst erfiðast við að verða ráðherra var aðallega tvennt. Annars vegar að tapa stjórnuninni á eigin tíma og vera allt í einu kominn með ritara sem á að halda utan um dagbókina manns. Mér finnst ég alltaf vera að flýja og fela mig frá ritaranum mínum til að það sé ekki tekin af mér of mikil stjórn. Hitt er svo að vera allt í einu með bílstjóra og mega ekki keyra sjálfur, en ég var fljótur að koma mér út úr því og keyra bara á bílaleigubíl. Það eru reglur um að ráðherrarnir séu með bílstjóra og fólkið í kring vildi ekki að ég væri að keyra sjálfur og alls ekki ráðherrabílinn. Þá bað ég bara um Skoda Octavia eins og túristarnir og það gekk eftir. Mér finnst best að keyra sjálfur, en bílstjórinn keyrir mig oft innanbæjar,“ segir Ásmundur. Í þættinum talar Ásmundur opinskátt um aðstæður sínar í barnæsku. Hann fer líka yfir ástríðuna fyrir málefnum barna og allt það sem samfélagið getur gert til að bæta aðstæður barna og unglinga sem standa höllum fæti. Podcast með Sölva Tryggva Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Í þættinum opnar hann sig um eigin æsku, en talar líka um fangelsin í landinu. „Fangelsin eru á einhvern hátt það þyngsta í félagslega kerfinu. Og þó að það séu einstaklingar þar inni sem eru á einhvern hátt siðblindir, þá er stærsti hlutinn af föngum einfaldlega strákar og stelpur sem er búið að brjóta þannig niður að það er eiginlega ótrúlegt að þau séu enn á lífi. Maður hugsar bara hvernig það hafi mátt gerast að enginn hafi aðstoðað þessa einstaklinga fyrr á lífsleiðinni. Ég hef sest niður með föngum af því að ég vil skilja aðstæður þeirra og ég hef meira að segja farið í svett hjá Tolla Morthens með föngum og þar hef ég fundið það svo skýrt að það er enginn munur á mér og þeim. Þegar ég spjallaði við einn þeirra um hans sögu og mína fann ég mjög sterkt að það væri algjörlega tilviljunum háð að ég væri þar sem ég væri og hann væri þar sem hann væri. Þetta hefði alveg getað verið öfugt. Í fangelsunum er oft að sjá ljótasta endann á því þegar samfélagið hefur svikið börnin sín,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einar þekkir það af eigin raun að eiga flókna og erfiða barnæsku. „Foreldrar mínir skilja þegar ég er fimm ára gamall og mamma flutti í bæinn og ég með henni. Það var mikil áfengisnotkun á heimilinu og svo hefur mamma átt við mikil andleg veikindi að stríða líka. Það voru tíð makaskipti hjá henni og margir af þessum mönnum voru miklir ógæfumenn og það var algengt að það væri ofbeldi inni á heimilinu. Þegar við bjuggum til að mynda í Noregi byrjuðum við á að búa í hjólhýsi og mamma kynntist manni sem var mikill áfengissjúklingur og beitti hana miklu ofbeldi. Það var ekkert óeðlilegt að hún færi út á föstudegi og kæmi á laugardagskvöldi til baka, eða að hún kæmi heim um miðja nótt og þá byrjaði ofbeldi og ég þurfti bara að snúa mér á hina hliðina. Þetta hvílir í raun á manni alla ævi,“ segir Ásmundur og heldur áfram. Öll tilfinningaleg samskipt brengluð „Á einhverjum punkti fann ég rosalega mikla reiði í garð bæði mömmu og pabba, sem endaði með því að ég var farinn að springa. Og þó að ég sé búinn að fyrirgefa þetta er þetta eitthvað sem kemur og fer og mér líður oft eins og ég sé að spila slönguspilið alla daga. Öll tilfinningaleg samskipti verða mjög brengluð hjá manni sjálfum eftir svona æsku og ég er enn að vinna í því,” segir Ásmundur Einar sem flutti mikið í æsku og var til að mynda í sjö grunnskólum. „Þegar ég var kominn í áttunda bekk og það átti að fara að flytja einu sinni enn hugsaði ég með mér að ég gæti ekki meira af þessum flutningum. Ég tek það skýrt fram að ég elska móður mína og þykir mjög vænt um hana og átta mig á því hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hana í gegnum árin. Hún missti báða foreldra sína fyrir tvítugt og mamma hennar brann inni þegar hún var með stóru systur sína nýfædda. Hún hefur þurft að bera hluti á sálinni allt lífið sem eru gífurlega erfiðir. En þegar ég opnaði fyrst á mína sögu opinberlega bar ég það undir bæði pabba og mömmu og systkini mín og það var ferðalag að fara í gegnum það. Sumt af þessum höfðum við mamma aldrei rætt okkar á milli. Fyrir nokkrum árum hefði ég aldrei setið hérna og talað við þig um þetta á þennan hátt. En þegar ég tók skrefið og ákvað að ég væri að berjast fyrir börn á Íslandi fann ég að það breytti mér og það er á vissan hátt mín þerapía. Mér líður vel að elta þetta, þó að ég viti ekki alveg hvert það tekur mig eða af hverju það er þannig, en ég finn bara að það er rétt. En ég á enn mína vondu daga þó að ég sé ráðherra og það sé mikið að gera. Ég á mína daga þar sem ég fæ bara stein í magann og ligg uppi í rúmi og leggst á hina hliðina og hugsa: „Ég get þetta ekki lengur”, en þá þarf maður að hugsa betur um sjálfan sig og vinna í sjálfum sér, af því að þetta gerist ekki að sjálfu sér.” Hann talar í þættinum um mikilvægi þess að gefa börnum rödd og eitt af því sem ætti að gera væri að lækka kosningaaldur. Barnaleg einlægni vantar í samfélagið „Mín skoðun er sú að við eigum að lækka aldur þegar kemur að atkvæðisrétti fólks. Við eigum að auka raddir barna og unglinga í samfélaginu. Þau eru mjög oft með ótrúlega skynsama sýn á hlutina ef við bara leyfum okkur að hlusta. Og ég er alveg sannfærður um að ef við leyfum þeirra röddum að fá meira vægi mun það breyta því hvernig við fullorðna fólkið hugsum hlutina. Þessi einlægni sem börnin eru með er oft nákvæmlega það sem skortir í samfélaginu. Ég veit ekki alveg hversu mikið við eigum að lækka kosningaaldurinn, en ég held að það sé mjög skynsamlegt að lækka hann eitthvað.“ Ásmundur Einar segir að tvennt hafi verið skrýtið fyrst um sinn eftir að hann varð ráðherra. „Það sem mér fannst erfiðast við að verða ráðherra var aðallega tvennt. Annars vegar að tapa stjórnuninni á eigin tíma og vera allt í einu kominn með ritara sem á að halda utan um dagbókina manns. Mér finnst ég alltaf vera að flýja og fela mig frá ritaranum mínum til að það sé ekki tekin af mér of mikil stjórn. Hitt er svo að vera allt í einu með bílstjóra og mega ekki keyra sjálfur, en ég var fljótur að koma mér út úr því og keyra bara á bílaleigubíl. Það eru reglur um að ráðherrarnir séu með bílstjóra og fólkið í kring vildi ekki að ég væri að keyra sjálfur og alls ekki ráðherrabílinn. Þá bað ég bara um Skoda Octavia eins og túristarnir og það gekk eftir. Mér finnst best að keyra sjálfur, en bílstjórinn keyrir mig oft innanbæjar,“ segir Ásmundur. Í þættinum talar Ásmundur opinskátt um aðstæður sínar í barnæsku. Hann fer líka yfir ástríðuna fyrir málefnum barna og allt það sem samfélagið getur gert til að bæta aðstæður barna og unglinga sem standa höllum fæti.
Podcast með Sölva Tryggva Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira