Lífið

Jarðskjálftalistinn slær í gegn á Spotify

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mörg þúsund jarðskjálftar hafa verið á Reykjanesinu síðustu daga. 
Mörg þúsund jarðskjálftar hafa verið á Reykjanesinu síðustu daga.  Vísir/vilhelm

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi.

Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesi síðustu vikuna og hefur það sett svip sinn á líf íbúa á Suðurnesjunum.

Í kjölfarið var stofnaður playlisti á Spotify sem hefur fengið nafnið Reykjanes á tjá og tundri og þegar þessi grein er skrifuð eru þar 105 lög.

Í lýsingu listans á tónlistarveitunni stendur: „Reykjanesið skelfur en íbúar halda ró sinni eins og hægt er, skelltum í þennan playlista af tilefninu.“

Lögin hafa mörg hver tengingar við jarðskjálfta á einn eða annan hátt en eiga það öll sameiginlegt að vera nokkuð góð.

Hér að neðan má hlusta á listann í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.