Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 12:38 Alvanalegt er að bólusetja mannapa með bóluefnum sem hafa verið þróuð fyrir hunda og ketti. San Diego Zoo/Christina Simmons Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr. Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira