Bakslag í öryggismálum sjómanna Drífa Snædal skrifar 5. mars 2021 15:31 Enn eru menn sem voru í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni að glíma við eftirköst covid-veikindanna sem komu upp um borð. Skipstjórinn lagði heilsu áhafnarinnar í hættu með því að halda áfram veiðiferð þrátt fyrir smit meðal áhafnarinnar. Enn er of snemmt að segja hvort einstaka sjómenn nái sér að fullu en nú eru fimm mánuðir liðnir frá þessu glæpsamlega athæfi. Samkvæmt sjómannalögum ber skipstjóri nær alla ábyrgð um borð en hafa skal í huga að lögin eru miðuð út frá þeim veruleika að fjarskipti voru lítil sem engin við útgerð. Í dag eru skipstjórar iðulega í miklum samskiptum við útgerðina í landi varðandi ákvarðanir um borð og nær óhugsandi að útgerðin hafi ekki verið meðvituð um stöðuna og verið með í ráðum. Engu að síður gengur þessi tiltekni skipstjóri fram fyrir skjöldu og axlar ábyrgð en útgerðin er laus allra mála. Dómurinn yfir skipstjóranum er svo í engu samræmi við alvarleika málsins þar sem hann er sviptur skipstjóraréttindum í fjóra mánuði en heldur réttinum til að vera stýrimaður á meðan. Stýrimaður leysir skipstjóra af og því hefur þessi dómur nær engin áhrif á hvorki skipstjóra né útgerð. Eftir sitja sjómenn í þeirri stöðu að yfirmenn þeirra og atvinnurekendur leggja þá í stórhættu, útgerðin þarf enga ábyrgð að taka og skipstjórinn er snupraður af dómstólum. Það er erfitt að gera sér í hugarlund líðan þessara skipverja, traust þeirra til atvinnurekanda og upplifun af öryggi við vinnu. Til að bíta höfuðið af skömminni var umræddur skipstjóri mættur um borð í síðustu veiðiferð, nú í stöðu yfirstýrimanns. Þrátt fyrir að grettistaki hafi verið lyft í öryggismálum sjómanna er sjómennska nú, eftir sem áður, með hættulegri störfum sem Íslendingar vinna. Starfið eitt og sér er hættusamt og algjörlega óásættanlegt að nú hafi bæst við einn stóralvarlegur áhættuþáttur fyrir sjómenn, þ.e. að þeir geti átt von á að lífi og heilsu sé stefnt í hættu með slæmum ákvörðunum skipstjóra og/eða útgerðar. Við erum komin áratugi aftur í tímann þar sem sjómenn þurfa í alvöru að berjast fyrir lágmarks öryggi og ekki verður séð að útgerð né samtök útgerðarmanna setji líf og heilsu fram yfir gróða. Þessu máli er ekki lokið og munu stéttarfélög þeirra sjómanna sem í hlut eiga áfram standa með þeim til að ná einhverri sanngirni og réttlæti. Það mun ASÍ líka gera. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Drífa Snædal Vinnumarkaður Sjávarútvegur Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Enn eru menn sem voru í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni að glíma við eftirköst covid-veikindanna sem komu upp um borð. Skipstjórinn lagði heilsu áhafnarinnar í hættu með því að halda áfram veiðiferð þrátt fyrir smit meðal áhafnarinnar. Enn er of snemmt að segja hvort einstaka sjómenn nái sér að fullu en nú eru fimm mánuðir liðnir frá þessu glæpsamlega athæfi. Samkvæmt sjómannalögum ber skipstjóri nær alla ábyrgð um borð en hafa skal í huga að lögin eru miðuð út frá þeim veruleika að fjarskipti voru lítil sem engin við útgerð. Í dag eru skipstjórar iðulega í miklum samskiptum við útgerðina í landi varðandi ákvarðanir um borð og nær óhugsandi að útgerðin hafi ekki verið meðvituð um stöðuna og verið með í ráðum. Engu að síður gengur þessi tiltekni skipstjóri fram fyrir skjöldu og axlar ábyrgð en útgerðin er laus allra mála. Dómurinn yfir skipstjóranum er svo í engu samræmi við alvarleika málsins þar sem hann er sviptur skipstjóraréttindum í fjóra mánuði en heldur réttinum til að vera stýrimaður á meðan. Stýrimaður leysir skipstjóra af og því hefur þessi dómur nær engin áhrif á hvorki skipstjóra né útgerð. Eftir sitja sjómenn í þeirri stöðu að yfirmenn þeirra og atvinnurekendur leggja þá í stórhættu, útgerðin þarf enga ábyrgð að taka og skipstjórinn er snupraður af dómstólum. Það er erfitt að gera sér í hugarlund líðan þessara skipverja, traust þeirra til atvinnurekanda og upplifun af öryggi við vinnu. Til að bíta höfuðið af skömminni var umræddur skipstjóri mættur um borð í síðustu veiðiferð, nú í stöðu yfirstýrimanns. Þrátt fyrir að grettistaki hafi verið lyft í öryggismálum sjómanna er sjómennska nú, eftir sem áður, með hættulegri störfum sem Íslendingar vinna. Starfið eitt og sér er hættusamt og algjörlega óásættanlegt að nú hafi bæst við einn stóralvarlegur áhættuþáttur fyrir sjómenn, þ.e. að þeir geti átt von á að lífi og heilsu sé stefnt í hættu með slæmum ákvörðunum skipstjóra og/eða útgerðar. Við erum komin áratugi aftur í tímann þar sem sjómenn þurfa í alvöru að berjast fyrir lágmarks öryggi og ekki verður séð að útgerð né samtök útgerðarmanna setji líf og heilsu fram yfir gróða. Þessu máli er ekki lokið og munu stéttarfélög þeirra sjómanna sem í hlut eiga áfram standa með þeim til að ná einhverri sanngirni og réttlæti. Það mun ASÍ líka gera. Góða helgi, Drífa
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun