Innlent

Selfyssingar aftur komnir með rafmagn

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Selfossi.
Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm

Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti.

Selfyssingar voru án rafmagns frá klukkan 22:20 í kvöld vegna útleysinga á Selfosslínu 1 sem liggur frá Ljósafossi til Selfoss. Báðir spennar á Selfossi komu aftur inn klukkan 22:42.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×