Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2021 14:03 Eddu og Kristófer var ansi brugðið þegar þau sáu skiltið. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda. Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda.
Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira