Lovísa: Bara jess, áfram Anna! Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 18:28 Lovísa Thompson skoraði tíu mörk úr tólf skotum gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Lovísu Thompson eftir sigur Vals á Stjörnunni í dag, 23-30. Lovísa skoraði tíu mörk í leiknum. „Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00