Fimm hlaup búin og sjö eftir Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:57 Bjartur Norðfjörð verður hálfnaður með áskorunina rétt eftir miðnætti. Vísir/Vilhelm Bjartur Norðfjörð hefur nú hlaupið rúma sex kílómetra fimm sinnum frá því klukkan fjögur í nótt og á eftir að hlaupa sjö sinnum til viðbótar. Sjálfur segist hann vera nokkuð góður eins og er, en mesta áskorunin sé að koma sér aftur af stað í næsta hlaup. Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira