Harmar að embættisfólk hafi fengið bólusetningu fyrr en forgangshópar Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 23:49 Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Mynd/Kringvarp Færeyja Sendiherra Færeyja í London fékk ásamt maka sínum bólusetningu í lok janúar eftir að mennta- og utanríkisráðuneytið þar í landi hafði sent beiðni þess efnis til landlæknisins í lok síðasta árs. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, segir að héðan í frá verði öllum bólusetningaráætlunum fylgt og forgangshópar virtir. Greint var frá bólusetningunum fyrr í vikunni, en ráðuneytið hafði einnig beðið um að sendiherra Færeyja í Kína fengi bólusetningu ásamt maka sínum þar sem þau vildu ekki láta bólusetja sig í Kína. Sú beiðni var send þann 17. febrúar og tók landlæknirinn Lars Fodgaard Møller vel í þá beiðni. Ekki var heimild fyrir bólusetningunum þar sem gildandi bólusetningaráætlun gerði ráð fyrir því að aðeins heilbrigðisstarfsfólk og aðrir framlínustarfsmenn yrðu bólusettir fyrst um sinn, sem og elstu aldurshóparnir. Þá var stefnt að því að klára að bólusetja alla í umönnunarstörfum fyrir lok apríl. Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, er formaður hópsins sem sér um útfærslu bólusetninga í Færeyjum. Ráðherrann segist ekki hafa vitað af beiðninni Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra Færeyja og formaður Miðflokksins þar í landi, segist ekki hafa vitað að beiðnirnar hefðu verið sendar til landlæknisins. Hann hafði fyrst heyrt af málinu í útvarpsfréttum. Hann segist þó ekki telja að sendiherrarnir hafi endilega gert sér grein fyrir því að þeir væru að fara fram fyrir röðina. Kórónuveiran hafi verið í meiri útbreiðslu í London og Kína en í Færeyjum og það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að beiðnin var send. „Í mínu huga, sem almennur borgari, læknir og ráðherra tel ég þó að það séu aðrir hópar sem þurfi meira á bólusetningu að halda en sendiherrar, því sendiherrar eru í þeirri stöðu að geta unnið heiman frá sér og líka í löndunum sem þau fara til,“ sagði Jenis í samtali við Kringvarpið. Bárður á Steig Nielsen segir ljóst að þetta muni ekki endurtaka sig. Ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn muni þurfa að bíða eftir því að röðin komi að sér. „Bólusetningaráætlunin var sett til að tryggja það að þeir sem þurfa bóluefnið fái bóluefnið. Ég held það efist enginn lengur um það, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn, að áætluninni verður fylgt upp á punkt og prik,“ sagði Bárður í samtali við Kringvarpið. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Greint var frá bólusetningunum fyrr í vikunni, en ráðuneytið hafði einnig beðið um að sendiherra Færeyja í Kína fengi bólusetningu ásamt maka sínum þar sem þau vildu ekki láta bólusetja sig í Kína. Sú beiðni var send þann 17. febrúar og tók landlæknirinn Lars Fodgaard Møller vel í þá beiðni. Ekki var heimild fyrir bólusetningunum þar sem gildandi bólusetningaráætlun gerði ráð fyrir því að aðeins heilbrigðisstarfsfólk og aðrir framlínustarfsmenn yrðu bólusettir fyrst um sinn, sem og elstu aldurshóparnir. Þá var stefnt að því að klára að bólusetja alla í umönnunarstörfum fyrir lok apríl. Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, er formaður hópsins sem sér um útfærslu bólusetninga í Færeyjum. Ráðherrann segist ekki hafa vitað af beiðninni Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra Færeyja og formaður Miðflokksins þar í landi, segist ekki hafa vitað að beiðnirnar hefðu verið sendar til landlæknisins. Hann hafði fyrst heyrt af málinu í útvarpsfréttum. Hann segist þó ekki telja að sendiherrarnir hafi endilega gert sér grein fyrir því að þeir væru að fara fram fyrir röðina. Kórónuveiran hafi verið í meiri útbreiðslu í London og Kína en í Færeyjum og það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að beiðnin var send. „Í mínu huga, sem almennur borgari, læknir og ráðherra tel ég þó að það séu aðrir hópar sem þurfi meira á bólusetningu að halda en sendiherrar, því sendiherrar eru í þeirri stöðu að geta unnið heiman frá sér og líka í löndunum sem þau fara til,“ sagði Jenis í samtali við Kringvarpið. Bárður á Steig Nielsen segir ljóst að þetta muni ekki endurtaka sig. Ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn muni þurfa að bíða eftir því að röðin komi að sér. „Bólusetningaráætlunin var sett til að tryggja það að þeir sem þurfa bóluefnið fái bóluefnið. Ég held það efist enginn lengur um það, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn, að áætluninni verður fylgt upp á punkt og prik,“ sagði Bárður í samtali við Kringvarpið.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira