Hinn þögli faraldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. mars 2021 13:00 Ákominn heilaskaði og afleiðingar hans hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hér á landi. Það sinnuleysi hefur leitt af sér skilningsleysi á afleiðingum hans, bæði innan velferðar- og menntakerfisins sem og á vinnumarkaðnum. Það er því ekki að undra að hann hafi verið kallaður, Hinn þögli faraldur. Í síðustu viku stóð ég fyrir sérstökum umræðum á Alþingi um endurhæfingarúrræði fyrir fólk með ákomin heilaskaða. Ég tel það brýnt og mikilvægt að ræða þessi mál. Sem betur fer hefur undanfarin misseri orðið þó nokkur vitundarvakning varðandi afleiðingar ákomins heilaskaða. Hér á landi hljóta árlega um 2000 manns heilaáverka, af þeim glíma 200-300 manns við langvarandi afleiðingar og fötlun af þeim sökum. Þá bætast við á ári hverju um 10 einstaklingar sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þörf er á átaki í forvörnum til þess að koma í veg fyrir slys sem þessi. Íþróttahreyfingin hefur hrint af stað átaki þar sem slagorðið er: Ekki harka af þér höfuðhögg! Þar er mælt er með að einstaklingar leiti strax til bráðamóttöku vegna þess að afleiðingarnar koma oft og tíðum fram síðar. Það þarf að bregðast við Heilaskaði getur haft víðtæk og truflandi áhrif á einbeitingu, minni, mál, persónuleika, tilfinningar, hegðun, hæfni til samskipta, innsæi, framtakssemi og geðslag. Önnur möguleg einkenni í kjölfar heilaskaða geta verið flog, skert hormónaframleiðsla, höfuðverkur, svimi, skert hreyfigeta, truflun á skyni og samhæfingu vöðva. Einstaklingar með heilaskaða og sérfræðingar á því sviði hafa haft uppi ákall síðustu ár að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum og efla sérhæfa íhlutun, meðferð og stuðning við þá sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaáverka. Hér á landi vantar sárlega heildstæða meðferð og endurhæfingaúrræði. Það eru fleiri sem sitja uppi með afleiðingarnar Þeir sem standa næst einstaklingi með ákominn heilaskaða, fjölskylda og vinir sitja einnig uppi með vanda og koma að lokuðum dyrum í samfélaginu. Heilaskaða getur fylgt geðræn vandamál, mörg heilsufarsleg vandamál og félagsleg einangrun. Þessir einstaklingar einangrast þegar þeir fá ekki hvorki meðferð né endurhæfingu. Auka þarf fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu hjá almenningi og innan heilbrigðisgeirans um afleiðingar ákomins heilaskaða. Eins og fyrr segir eru um 10 einstaklingar sem bætast við árlega sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þetta eru einstaklingar sem eiga í miklum félagslegum erfiðleikum, missa tengsl við fjölskylduna og oft eru fangelsin þeirra eina skjól. Við þekkjum flest sögu einstaklinga sem falla alls staðar á milli kerfa eftir áföll og ekkert úrræði virðist passa. Mál þessara einstaklinga falla bæði undir félagsleg úrræði sveitarfélaga, heilbrigðiskerfisins og menntakerfis. Flestir þessir einstaklingar eiga sér sögu innan lögreglunnar og búsetuúrræðin eru fá. Meðferðir hafa sýnt árangur Atferlistengd taugaendurhæfing hefur gefist vel erlendis og í því samhengi er hægt að horfa til Kanada. Þar er miðað við að endurhæfa færni og sjálfstjórn með það að markmiði að auka sjálfstæði og lífsgæði. Meðferðin felst í því að þjálfa þessa einstaklinga í félagslega viðeigandi hegðun með aðferðum atferlisgreiningar þannig að þeir geti lifað í sátt og samlyndi við aðra í samfélaginu. Við Háskóla Íslands er í bígerð að setja á fót þverfaglegt nám á MS stigi í endurhæfingavísindum sem ætlað er að taka á m.a. endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða. Það er mikilvægt að mennta upp starfsfólk sem vinnur með einstaklinga á öllum stigum og í allri þjónustu til þess að endurhæfa einstaklinga sem hafa orðið fyrir ákomnum heilaskaða. Það er mikilvægt fyrir líðan þeirra og aðstandanda og ekki síst heildarábati fyrir samfélagið allt. Við vitum hvað þarf að gera, nú þarf bara að stíga næstu skref. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ákominn heilaskaði og afleiðingar hans hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hér á landi. Það sinnuleysi hefur leitt af sér skilningsleysi á afleiðingum hans, bæði innan velferðar- og menntakerfisins sem og á vinnumarkaðnum. Það er því ekki að undra að hann hafi verið kallaður, Hinn þögli faraldur. Í síðustu viku stóð ég fyrir sérstökum umræðum á Alþingi um endurhæfingarúrræði fyrir fólk með ákomin heilaskaða. Ég tel það brýnt og mikilvægt að ræða þessi mál. Sem betur fer hefur undanfarin misseri orðið þó nokkur vitundarvakning varðandi afleiðingar ákomins heilaskaða. Hér á landi hljóta árlega um 2000 manns heilaáverka, af þeim glíma 200-300 manns við langvarandi afleiðingar og fötlun af þeim sökum. Þá bætast við á ári hverju um 10 einstaklingar sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þörf er á átaki í forvörnum til þess að koma í veg fyrir slys sem þessi. Íþróttahreyfingin hefur hrint af stað átaki þar sem slagorðið er: Ekki harka af þér höfuðhögg! Þar er mælt er með að einstaklingar leiti strax til bráðamóttöku vegna þess að afleiðingarnar koma oft og tíðum fram síðar. Það þarf að bregðast við Heilaskaði getur haft víðtæk og truflandi áhrif á einbeitingu, minni, mál, persónuleika, tilfinningar, hegðun, hæfni til samskipta, innsæi, framtakssemi og geðslag. Önnur möguleg einkenni í kjölfar heilaskaða geta verið flog, skert hormónaframleiðsla, höfuðverkur, svimi, skert hreyfigeta, truflun á skyni og samhæfingu vöðva. Einstaklingar með heilaskaða og sérfræðingar á því sviði hafa haft uppi ákall síðustu ár að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum og efla sérhæfa íhlutun, meðferð og stuðning við þá sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaáverka. Hér á landi vantar sárlega heildstæða meðferð og endurhæfingaúrræði. Það eru fleiri sem sitja uppi með afleiðingarnar Þeir sem standa næst einstaklingi með ákominn heilaskaða, fjölskylda og vinir sitja einnig uppi með vanda og koma að lokuðum dyrum í samfélaginu. Heilaskaða getur fylgt geðræn vandamál, mörg heilsufarsleg vandamál og félagsleg einangrun. Þessir einstaklingar einangrast þegar þeir fá ekki hvorki meðferð né endurhæfingu. Auka þarf fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu hjá almenningi og innan heilbrigðisgeirans um afleiðingar ákomins heilaskaða. Eins og fyrr segir eru um 10 einstaklingar sem bætast við árlega sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þetta eru einstaklingar sem eiga í miklum félagslegum erfiðleikum, missa tengsl við fjölskylduna og oft eru fangelsin þeirra eina skjól. Við þekkjum flest sögu einstaklinga sem falla alls staðar á milli kerfa eftir áföll og ekkert úrræði virðist passa. Mál þessara einstaklinga falla bæði undir félagsleg úrræði sveitarfélaga, heilbrigðiskerfisins og menntakerfis. Flestir þessir einstaklingar eiga sér sögu innan lögreglunnar og búsetuúrræðin eru fá. Meðferðir hafa sýnt árangur Atferlistengd taugaendurhæfing hefur gefist vel erlendis og í því samhengi er hægt að horfa til Kanada. Þar er miðað við að endurhæfa færni og sjálfstjórn með það að markmiði að auka sjálfstæði og lífsgæði. Meðferðin felst í því að þjálfa þessa einstaklinga í félagslega viðeigandi hegðun með aðferðum atferlisgreiningar þannig að þeir geti lifað í sátt og samlyndi við aðra í samfélaginu. Við Háskóla Íslands er í bígerð að setja á fót þverfaglegt nám á MS stigi í endurhæfingavísindum sem ætlað er að taka á m.a. endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða. Það er mikilvægt að mennta upp starfsfólk sem vinnur með einstaklinga á öllum stigum og í allri þjónustu til þess að endurhæfa einstaklinga sem hafa orðið fyrir ákomnum heilaskaða. Það er mikilvægt fyrir líðan þeirra og aðstandanda og ekki síst heildarábati fyrir samfélagið allt. Við vitum hvað þarf að gera, nú þarf bara að stíga næstu skref. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar