Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 23:23 Hafsteinn Karlsson er skólastjóri í Salaskóla. Aðsend Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. „Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
„Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34
„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39