Erlent

Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Almenningur hefur hópast á götur borga í Mjanmar þrátt fyrir blátt bann yfirvalda. 
Almenningur hefur hópast á götur borga í Mjanmar þrátt fyrir blátt bann yfirvalda.  Getty Images/Hkun Lat

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum.

Auk þess að segja frá mótmælunum hafa miðlarnir einnig greint frá hinum hörðu viðbrögðum lögreglunnar en tugir hafa fallið í átökunum síðustu vikur. Ríkismiðlarnir hafa hinsvegar svo gott sem hundsað atburðina.

Um átjánhundruð manns hafa verið handteknir síðustu daga og þar eru tugir blaðamanna á meðal, að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Guardian um málið. Þá hafa sex blaðamenn þegar verið ákærðir fyrir lögbrot með því að greina frá mótmælunum, þar á meðal fréttaljósmyndari AFP fréttaveitunnar.

Flestir miðlanna sem misst hafa starfsleyfi sín ætla sér þó að halda áfram fréttaflutningnum, í gegnum gervihnattasjónvarp og á netinu.


Tengdar fréttir

Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram

Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum.

Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar

Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir.

Skaut á al­menna borgara

Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum.

Blóðug átök í Mjanmar

Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum.

Minnst tíu mót­mælendur drepnir í Mjanmar

Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×