Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 08:42 Harry Bretaprins og Meghan Markle í viðtalinu við Opruh Winfrey. AP/Joe Pugliese/Harpo Productions Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira