Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 08:42 Harry Bretaprins og Meghan Markle í viðtalinu við Opruh Winfrey. AP/Joe Pugliese/Harpo Productions Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira