Alls fimm Íslendingar sem munu taka þátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 20:01 Aron Pálmarsson er á sínum stað með Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Getty/Frank Molter Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk nýverið og nú er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar. Þar verða þrír íslenskir landsliðsmenn í eldlínunni ásamt tveimur fyrrum landsliðsmönnum sem starfa nú sem þjálfarar. Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl. Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl.
Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira