Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 21:01 Skógarhöggsmaður klífur rúmlega tveggja alda gamalt tré áður en það var fellt í dag. AP/Thibault Camus Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. Berceskógur var konungsskógur á árum áður og þar eru mörg há eikartré. Átta af stærstu og mikilvægustu trjánum sem fella þarf vegna endurbyggingarinnar fundust í skóginum. Samkvæmt frétt France24 mun fyrsta tréð duga í átján metra langan bjálka sem verður í undirstöðum spírunnar. Spíran var 93 metra há og hafði einkennt Parísarborg í um rúm 150 ár þegar hún hrundi í bruna í apríl 2019. Það var svo mikið af eikarbjálkum í þaki dómkirkjunnar að þakið var kallað „la foret“ eða skógurinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í kjölfarið að hin 850 ára gamla dómkirkja yrði endurbyggð. Spíran yrði endurbyggð eftir upprunalegri hönnun en henni var bætt við árið 1859 og var það arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc sem hannaði hana á sínum tíma. Spíran er reist úr eik og þakin blýi. Áætlað er að höggva þurfi allt að þúsund 150 til 200 ára gömul eikartré í þessum mánuði vegna verksins. Nauðsynlegt er að fella trén fyrir loka marsmánaðar, áður en safinn í vefjum trjánna eykst, til að hægt sé að tryggja rétt rakastig . Reiknað er með að trén þurfi svo að þorna í á hálft annað ár, áður en vinnsla hefst. Sjá einnig: Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða þessi þúsund tré fell í um 200 skógum sem eru bæði í eigu ríkisins og einkaaðila. Fréttaveitan hefur eftir Michel Druilhe, sem er formaður nokkurs konar skógræktarsamtaka Frakklands, að svo til gott sem allir meðlimir iðnaðarins í Frakklandi taki þátt í átakinu. Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Berceskógur var konungsskógur á árum áður og þar eru mörg há eikartré. Átta af stærstu og mikilvægustu trjánum sem fella þarf vegna endurbyggingarinnar fundust í skóginum. Samkvæmt frétt France24 mun fyrsta tréð duga í átján metra langan bjálka sem verður í undirstöðum spírunnar. Spíran var 93 metra há og hafði einkennt Parísarborg í um rúm 150 ár þegar hún hrundi í bruna í apríl 2019. Það var svo mikið af eikarbjálkum í þaki dómkirkjunnar að þakið var kallað „la foret“ eða skógurinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í kjölfarið að hin 850 ára gamla dómkirkja yrði endurbyggð. Spíran yrði endurbyggð eftir upprunalegri hönnun en henni var bætt við árið 1859 og var það arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc sem hannaði hana á sínum tíma. Spíran er reist úr eik og þakin blýi. Áætlað er að höggva þurfi allt að þúsund 150 til 200 ára gömul eikartré í þessum mánuði vegna verksins. Nauðsynlegt er að fella trén fyrir loka marsmánaðar, áður en safinn í vefjum trjánna eykst, til að hægt sé að tryggja rétt rakastig . Reiknað er með að trén þurfi svo að þorna í á hálft annað ár, áður en vinnsla hefst. Sjá einnig: Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða þessi þúsund tré fell í um 200 skógum sem eru bæði í eigu ríkisins og einkaaðila. Fréttaveitan hefur eftir Michel Druilhe, sem er formaður nokkurs konar skógræktarsamtaka Frakklands, að svo til gott sem allir meðlimir iðnaðarins í Frakklandi taki þátt í átakinu.
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent