Hvenær er einkaleyfi ekki einkaleyfi? Bergþór Bergsson skrifar 10. mars 2021 07:30 Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Höfundaréttur Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar