Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 07:43 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vill aftur á þing. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira