Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 09:00 Leikmenn Porto fagna af innlifun eftir að Sérgio Oliveira skoraði annað mark liðsins gegn Juventus. getty/Valerio Pennicino Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. Juventus vann 3-2 sigur á Porto en féll úr leik á útivallarmörkum, 4-4 samanlagt. Borussia Dortmund og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli en þýska liðið fór áfram, 5-4 samanlagt. Leikur Juventus og Porto á Allianz vellinum í Tórínó var frábær skemmtun. Sérgio Oliveira kom Porto í 0-1 úr vítaspyrnu á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Federico Chiesa jafnaði fyrir Juventus á 49. mínútu og fimm mínútum síðar vænkaðist hagur Ítalíumeistaranna enn frekar þegar Mehdi Taremi, framherji Porto, var rekinn af velli fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Klippa: Leikmaður Porto rekinn af velli Chiesa kom Juventus yfir á 63. mínútu með skalla eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum Juans Cuadrado í leiknum og því þurfti að framlengja. Á 115. mínútu fékk Porto aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig. Oliveira tók hana og skoraði með föstu skoti. Varnarveggur Juventus var hinn asnalegasti í markinu en Cristiano Ronaldo sneri til að mynda baki í boltann. Adrien Rabiot kom Juventus í 3-2 með skalla eftir hornspyrnu Federicos Bernadeschi á 117. mínútu en nær komust ítölsku meistararnir ekki og Porto fagnaði sæti í átta liða úrslitunum. Klippa: Juventus 3-2 Porto Eins og í fyrri leik Dortmund og Sevilla kom Erling Haaland mikið við sögu í leik liðanna á Signal Iduna Park í gær. Norðmaðurinn kom Dortmund yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Haaland skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks en það var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en Norðmaðurinn skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði. Hann var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland setti boltann í sama horn, skoraði og fagnaði fyrir framan Bono. Hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin. Haaland scored But VAR ruled the goal out Then gave Dortmund a pen Bono saved it And the rebound But VAR ordered a retake Haaland scored #UCL pic.twitter.com/LGZ5mJUigF— Goal (@goal) March 9, 2021 Youssef En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla úr víti á 69. mínútu og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann með skalla eftir fyrirgjöf Ivans Rakitic. Lokatölur 2-2 en Dortmund fór áfram, 5-4 samanlagt. Klippa: Dortmund 2-2 Sevilla Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira
Juventus vann 3-2 sigur á Porto en féll úr leik á útivallarmörkum, 4-4 samanlagt. Borussia Dortmund og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli en þýska liðið fór áfram, 5-4 samanlagt. Leikur Juventus og Porto á Allianz vellinum í Tórínó var frábær skemmtun. Sérgio Oliveira kom Porto í 0-1 úr vítaspyrnu á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Federico Chiesa jafnaði fyrir Juventus á 49. mínútu og fimm mínútum síðar vænkaðist hagur Ítalíumeistaranna enn frekar þegar Mehdi Taremi, framherji Porto, var rekinn af velli fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Klippa: Leikmaður Porto rekinn af velli Chiesa kom Juventus yfir á 63. mínútu með skalla eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum Juans Cuadrado í leiknum og því þurfti að framlengja. Á 115. mínútu fékk Porto aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig. Oliveira tók hana og skoraði með föstu skoti. Varnarveggur Juventus var hinn asnalegasti í markinu en Cristiano Ronaldo sneri til að mynda baki í boltann. Adrien Rabiot kom Juventus í 3-2 með skalla eftir hornspyrnu Federicos Bernadeschi á 117. mínútu en nær komust ítölsku meistararnir ekki og Porto fagnaði sæti í átta liða úrslitunum. Klippa: Juventus 3-2 Porto Eins og í fyrri leik Dortmund og Sevilla kom Erling Haaland mikið við sögu í leik liðanna á Signal Iduna Park í gær. Norðmaðurinn kom Dortmund yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Haaland skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks en það var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en Norðmaðurinn skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði. Hann var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland setti boltann í sama horn, skoraði og fagnaði fyrir framan Bono. Hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin. Haaland scored But VAR ruled the goal out Then gave Dortmund a pen Bono saved it And the rebound But VAR ordered a retake Haaland scored #UCL pic.twitter.com/LGZ5mJUigF— Goal (@goal) March 9, 2021 Youssef En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla úr víti á 69. mínútu og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann með skalla eftir fyrirgjöf Ivans Rakitic. Lokatölur 2-2 en Dortmund fór áfram, 5-4 samanlagt. Klippa: Dortmund 2-2 Sevilla Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02
Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45
Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00