Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2021 15:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Vísir/Vilhelm Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49
Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38
Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47