Sport

Dag­skráin í dag: Man. United í Evrópu­deildinni, Domino’s og Players

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester United er eitt af líklegustu liðunum til þess að standa uppi sem sigurvegari í Evrópudeildinni.
Manchester United er eitt af líklegustu liðunum til þess að standa uppi sem sigurvegari í Evrópudeildinni. EPA-EFE/Laurence Griffiths

Tólf beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása í dag. Fótbolti, körfubolti, rafíþróttir og golf má finna á stöðvunum í dag.

Dagurinn hefst ansi snemma. Klukkan 08.30 er það útsending frá Commercial Bank Qatar Masters en klukkan 17.00 hefst útsending frá Players meistaramótinu.

Evrópudeildin heldur áfram að rúlla. Klukkan 17.45 mætast Slavia Prag og Rangers en á sama tíma er það leikur Manchester United og AC Milan.

Klukkan 19.50 eru það svo leikir gegn Olympiakos og Arsenal sem og leikur Tottenham og Dinamo.

Klukkan 17.00 gera Pálína Gunnlaugsdóttir og spekingar hennar í Domino’s Körfuboltakvöldi upp umferðina í Domino’s deild kvenna sem fór fram í gær.

Það er svo tvíhöfði í Domino’s deild karla. Grindavík og Þór Þorlákshöfn mætast í baráttunni um Suðurstrandarveginn og seinni leikurinn er stórleikur KR og Vals. Allir leikir kvöldsins eru svo gerðir upp í Domino’s Tilþrifunum klukkan 22.00.

Steindi Jr. og félagar mæta svo til leiks klukkan 21.00 í þættinum Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport en allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×