Rússar hægja á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 23:29 Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt að Twitter í símum notenda. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir. Rússland Twitter Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir.
Rússland Twitter Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira