Í yfirlýsingu frá Cressidu Dick, yfirmanni lögreglunnar í Lundúnum, segir að ekki sé búið að staðfesta að um lík Everard sé að ræða. Fjölskyldu hennar hafi þó verið boðinn stuðningur á þessum erfiða tímum.
Lögregluþjónn í lögreglu Lundúna var handtekinn í Kent í gær, nærri staðnum þar sem lík hefur fundist. Hann var upprunalega handtekinn grunaður um mannrán en var svo handtekinn aftur í dag vegna gruns um morð.
Auk hans var kona handtekin sem grunuð er um að hafa aðstoðað hann.
Dick segir að hún og aðrir lögregluþjónar Lundúna séu miður sín vegna handtöku lögregluþjónsins. Það sé þeirra starf að tryggja öryggi almennings á götum borgarinnar.
Þá segist hún skilja að íbúar svæðisins þar sem Sarah hvarf séu óttaslegnir en ítrekar að mannrán sem þessi séu einstaklega sjaldgæf í Lundúnum og að lögreglan muni auka viðveru sína á svæðinu.
Commissioner's update on Sarah Everard investigation:
— Metropolitan Police (@metpoliceuk) March 10, 2021
"Detectives and search teams investigating Sarah s disappearance have very sadly discovered what we believe to be human remains. We're not able to confirm identity and this may take some time." https://t.co/sYM4vwYbV3