Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 22:38 Lögregla braut gegn lögum þegar hún miðlaði upplýsingum um Aldísi til föður hennar, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi. Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi.
Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira