Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 11:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira