Fyrsta íslenska baksturskeppnin fer í loftið á Stöð 2 Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 12. mars 2021 12:31 Sjónvarpsstjarnan Eva Laufey Kjaran byrjar með fyrstu íslensku baksturskeppnina annað kvöld á Stöð 2. Vilhelm/Vísir „Við höfum verið með hugmynd að kökuþætti í langan tíma og löngu tímabært að fá íslenska kökukeppni í loftið. Það eru svo margir skemmtilegir baksturs- og kökuþættir erlendis og því fannst mér alveg tilvalið að fara af stað með þetta hér á landi,“ segir Eva Laufey í samtali við Vísi. Hugmyndina segir Eva hafa verið að þróast í langan tíma og loka útkoman sé eitthvað sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. „Við fengum samt klárlega innblástur af allskonar leyniverkefnum og leyniboxum eins og sést hefur í öðrum svipuðum þáttum.“ Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Skemmtun, fyrst og fremst. Ég fékk til mín frábæra gesti, sem eru mis vön í bakstrinum og útkoman er alveg eftir því,“ segir Eva og hlær og bætir því við að þetta sé svo sannarlega skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. „Fólk getur líka alveg búist við því að sjá mikið keppnisskap hjá fólki, enda er auðvitað líka um grafalvarlega kökukeppni að ræða.“ Í þáttunum fær Eva til sín tvo gesti og eins og nafnið gefur til kynna þá munu þeir þurfa að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Eva segir Blindan bakstur vera skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna. Vilhelm/Vísir „Gestirnir fá hráefni og þurfa að baka með mér án þess að vita nákvæmlega hvaða hráefni þau eru með en einnig munu þau heldur ekki sjá mig. Þau þurfa þess vegna að hlusta einstaklega vel og fylgja hverju skrefi. Fyrirfram vita þau ekkert hvað þau eiga að baka sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.“ Undirbúningurinn á þáttunum hefur staðið yfir í rúmt ár og segir Eva ferlið allt búið að vera mjög skemmtilegt. „Það var ótrúlega gaman að sjá hugmyndina verða að veruleika og upptökudagarnir voru þvílíkt skemmtilegir. Ég er þess vegna handviss um að allir þeir sem hafa áhuga á bakstri og skemmtilegu fólki eigi eftir að hafa gaman af. Svo má ekki gleyma að þetta er fyrsta íslenska baksturskeppnin, sem er frekar gaman.“ Viltu nefna einhverja einstaklinga sem munu keppa í þáttunum? „Við tökum á móti frábærum gestum. Meðal annars má nefna Júlíönu Söru, Hjálmar Örn, Katrínu Jakobs, Bjarna Ben, Guðrúnu Gunnars og fleiri góða,“ segir Eva Laufey að lokum. Eva Laufey Matur Blindur bakstur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56 Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hugmyndina segir Eva hafa verið að þróast í langan tíma og loka útkoman sé eitthvað sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. „Við fengum samt klárlega innblástur af allskonar leyniverkefnum og leyniboxum eins og sést hefur í öðrum svipuðum þáttum.“ Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Skemmtun, fyrst og fremst. Ég fékk til mín frábæra gesti, sem eru mis vön í bakstrinum og útkoman er alveg eftir því,“ segir Eva og hlær og bætir því við að þetta sé svo sannarlega skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. „Fólk getur líka alveg búist við því að sjá mikið keppnisskap hjá fólki, enda er auðvitað líka um grafalvarlega kökukeppni að ræða.“ Í þáttunum fær Eva til sín tvo gesti og eins og nafnið gefur til kynna þá munu þeir þurfa að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Eva segir Blindan bakstur vera skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna. Vilhelm/Vísir „Gestirnir fá hráefni og þurfa að baka með mér án þess að vita nákvæmlega hvaða hráefni þau eru með en einnig munu þau heldur ekki sjá mig. Þau þurfa þess vegna að hlusta einstaklega vel og fylgja hverju skrefi. Fyrirfram vita þau ekkert hvað þau eiga að baka sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.“ Undirbúningurinn á þáttunum hefur staðið yfir í rúmt ár og segir Eva ferlið allt búið að vera mjög skemmtilegt. „Það var ótrúlega gaman að sjá hugmyndina verða að veruleika og upptökudagarnir voru þvílíkt skemmtilegir. Ég er þess vegna handviss um að allir þeir sem hafa áhuga á bakstri og skemmtilegu fólki eigi eftir að hafa gaman af. Svo má ekki gleyma að þetta er fyrsta íslenska baksturskeppnin, sem er frekar gaman.“ Viltu nefna einhverja einstaklinga sem munu keppa í þáttunum? „Við tökum á móti frábærum gestum. Meðal annars má nefna Júlíönu Söru, Hjálmar Örn, Katrínu Jakobs, Bjarna Ben, Guðrúnu Gunnars og fleiri góða,“ segir Eva Laufey að lokum.
Eva Laufey Matur Blindur bakstur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56 Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56
Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00
Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00