Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 16:55 Biden skaut á Trump þegar hann sagði að veirunni hefði fyrst verið mætt með þögn og afneitun, sem hefði kostað marga lífið. epa/Chris Kleponis Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. „Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
„Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira