Keyptu hús á 2.500 krónur og gerðu upp Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2021 21:31 Janne líður vel í húsinu á Þingeyri. Hin danska Janne og hinn belgíski Wouter kynntust í Reykjavík árið 2005. Þau fluttu til Þingeyrar sama ár og keyptu hús þar í bænum á 2.500 krónur. Janne og Wouter gerðu húsið upp frá grunni og útkoman er mjög flott eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir með fréttinni. Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið. Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið.
Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira