Atvinna, mannréttindi eða forréttindi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. mars 2021 09:01 Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar