Atvinna, mannréttindi eða forréttindi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. mars 2021 09:01 Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun