Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. mars 2021 20:08 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. Tæplega 26 þúsund manns voru í minnkuðu starfshlutfalli eða án atvinnu í febrúar sem gerir um 12,5% atvinnuleysi. Þá höfðu 4700 verið á vinnu í tólf mánuði eða lengur. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í dag atvinnuátakið Hefjum störf sem er að stórum hluta ætlað síðastnefnda hópnum. Áætlað er að allt að fimm milljarðar fari í verkefnið og sjö þúsund ný störf verði til. Fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur. Nýjum starfsmanni fylgir ríflega fjögur hundruð og sjötíu þúsund krónur á mánuði í sex mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Þá fá atvinnurekendur fá fullar atvinnuleysisbætur með atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð með hverjum nýjum starfsmanni í allt að sex mánuði. Sveitarfélög geta ráðið til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan á tímabilinu 1. október og til og með 31. desember 2020. Greitt verður 25% álag til að standa straum af kostnaði í tímabundnum átaksverkefnum hjá Félagasamtökum. „Við viljum koma atvinnuleysinu niður, við viljum að fólk komist í virkni og komist í atvinnu. Til þess að það gerist verðum við að virkja fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin, stofnanirnar og líka frjálsu félagasamtökin,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag . Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að ekki ætti að taka langan tíma til að koma verkefninu af stað en Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist bjartsýn fyrir verkefninu. „Mörg fyrirtæki sem hafa þurft að segja upp fólki þurfa á fólki að halda en hafa kannski haft of litlar tekjur. Núna fá þau styrk á móti með starfsfólkinu þannig að ég trúi ekki öðru en að við sjáum fullt af störfum koma inn,“ sagði Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00 Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tæplega 26 þúsund manns voru í minnkuðu starfshlutfalli eða án atvinnu í febrúar sem gerir um 12,5% atvinnuleysi. Þá höfðu 4700 verið á vinnu í tólf mánuði eða lengur. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í dag atvinnuátakið Hefjum störf sem er að stórum hluta ætlað síðastnefnda hópnum. Áætlað er að allt að fimm milljarðar fari í verkefnið og sjö þúsund ný störf verði til. Fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur. Nýjum starfsmanni fylgir ríflega fjögur hundruð og sjötíu þúsund krónur á mánuði í sex mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Þá fá atvinnurekendur fá fullar atvinnuleysisbætur með atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð með hverjum nýjum starfsmanni í allt að sex mánuði. Sveitarfélög geta ráðið til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan á tímabilinu 1. október og til og með 31. desember 2020. Greitt verður 25% álag til að standa straum af kostnaði í tímabundnum átaksverkefnum hjá Félagasamtökum. „Við viljum koma atvinnuleysinu niður, við viljum að fólk komist í virkni og komist í atvinnu. Til þess að það gerist verðum við að virkja fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin, stofnanirnar og líka frjálsu félagasamtökin,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag . Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að ekki ætti að taka langan tíma til að koma verkefninu af stað en Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist bjartsýn fyrir verkefninu. „Mörg fyrirtæki sem hafa þurft að segja upp fólki þurfa á fólki að halda en hafa kannski haft of litlar tekjur. Núna fá þau styrk á móti með starfsfólkinu þannig að ég trúi ekki öðru en að við sjáum fullt af störfum koma inn,“ sagði Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00 Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54
Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00
Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30