Kristján Þór ekki í framboð aftur Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór hefur setið á þingi frá 2007 og verið ráðherra frá árinu 2013, fyrst sem heilbrigðisráðherra, síðan menntamálaráðherra og nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira