Staðfestir að Everton bjóði Gylfa nýjan samning Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2021 12:30 Gylfi fagnar marki gegn Leeds á Elland Road. Michael Regan/Getty Images Gylfa Þór Sigurðssyni verður boðinn nýr samningur hjá Everton. Þetta staðfesti Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, í gær. Núverandi samningur íslenska landsliðsmannsins við bláklædda Bítlaborgarliðið rennur út sumarið 2022. Ancelotti staðfesti í samtali við blaðamanninn Paul Joyce, sem er skríbent hjá Sunday Times, að Hafnfirðingnum yrði boðinn nýr samningur. „Við ætlum að ræða við hann til þess að framlengja samninginn hans. Ef hann er ánægður hérna, erum við ánægðir að hafa hann,“ sagði ítalski stjórinn. Gylfi hefur verið ansi öflugur í liði Everton á leiktíðinni. Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur níu í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur leikið með Everton frá árinu 2017 er hann gekk í raðir enska liðsins frá Swansea. Síðan þá hefur hann skorað 23 mörk en hann var keyptur fyrir 40 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður Everton frá upphafi. Everton mætir Burnley á Goodison Park klukkan 17.30 í dag en Gylfi Þór er tæpur vegna meiðsla á ökkla. Everton to offer Gylfi Sigurdsson a new contract in the summer. Carlo Ancelotti said: “We are going to talk to him to renew the contract. If he is happy to stay here, we are happy to keep him here.”— paul joyce (@_pauljoyce) March 12, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Duglegasti leikmaður Everton, enginn betri í að klára færi og enn notaður sem fyrirmynd hjá Reading Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Er talið að reynsla og yfirvegun íslenska miðjumannsins sé eitthvað sem Carlo Ancelotti – stjóri Everton – hrífst af. 13. mars 2021 09:01 Myndi velja Gylfa Þór sem vítaskyttu ef líf hans væri undir Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Rætt var við Brian McDermott sem þjálfaði Gylfa um tíma hjá Reading. 12. mars 2021 22:46 Ökklinn gæti aftrað Gylfa frá því að mæta Jóhanni Óvíst er hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun, með liðum Everton og Burnley, þar sem Gylfi hefur glímt við smáægileg meiðsli í vikunni. 12. mars 2021 13:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Núverandi samningur íslenska landsliðsmannsins við bláklædda Bítlaborgarliðið rennur út sumarið 2022. Ancelotti staðfesti í samtali við blaðamanninn Paul Joyce, sem er skríbent hjá Sunday Times, að Hafnfirðingnum yrði boðinn nýr samningur. „Við ætlum að ræða við hann til þess að framlengja samninginn hans. Ef hann er ánægður hérna, erum við ánægðir að hafa hann,“ sagði ítalski stjórinn. Gylfi hefur verið ansi öflugur í liði Everton á leiktíðinni. Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur níu í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur leikið með Everton frá árinu 2017 er hann gekk í raðir enska liðsins frá Swansea. Síðan þá hefur hann skorað 23 mörk en hann var keyptur fyrir 40 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður Everton frá upphafi. Everton mætir Burnley á Goodison Park klukkan 17.30 í dag en Gylfi Þór er tæpur vegna meiðsla á ökkla. Everton to offer Gylfi Sigurdsson a new contract in the summer. Carlo Ancelotti said: “We are going to talk to him to renew the contract. If he is happy to stay here, we are happy to keep him here.”— paul joyce (@_pauljoyce) March 12, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Duglegasti leikmaður Everton, enginn betri í að klára færi og enn notaður sem fyrirmynd hjá Reading Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Er talið að reynsla og yfirvegun íslenska miðjumannsins sé eitthvað sem Carlo Ancelotti – stjóri Everton – hrífst af. 13. mars 2021 09:01 Myndi velja Gylfa Þór sem vítaskyttu ef líf hans væri undir Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Rætt var við Brian McDermott sem þjálfaði Gylfa um tíma hjá Reading. 12. mars 2021 22:46 Ökklinn gæti aftrað Gylfa frá því að mæta Jóhanni Óvíst er hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun, með liðum Everton og Burnley, þar sem Gylfi hefur glímt við smáægileg meiðsli í vikunni. 12. mars 2021 13:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Duglegasti leikmaður Everton, enginn betri í að klára færi og enn notaður sem fyrirmynd hjá Reading Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Er talið að reynsla og yfirvegun íslenska miðjumannsins sé eitthvað sem Carlo Ancelotti – stjóri Everton – hrífst af. 13. mars 2021 09:01
Myndi velja Gylfa Þór sem vítaskyttu ef líf hans væri undir Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Rætt var við Brian McDermott sem þjálfaði Gylfa um tíma hjá Reading. 12. mars 2021 22:46
Ökklinn gæti aftrað Gylfa frá því að mæta Jóhanni Óvíst er hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun, með liðum Everton og Burnley, þar sem Gylfi hefur glímt við smáægileg meiðsli í vikunni. 12. mars 2021 13:30