Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 15:49 Þeir Hjörvar og Hannes tefla til úrslita í dag og á morgun. Ef það verður jafnt eftir tvær skákir verður teflt til þrautar á mánudag. Vísir/Vilhelm Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið. Skák Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið.
Skák Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira