„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. mars 2021 20:01 „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða,“ segir Andrés Ingi um niðurstöðu prófkjörs Pírata. Vísir/Vilhelm Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés. Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57
Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41